Fossandi vetrarbrautarslæða

Margar stjörnuljósmyndir fanga glæsilegt útsýni okkar á himininn og er þessi sem hér sést ekki undanskilin. Myndin er þó nokkuð óvenjuleg. Bak við Very Large Telescope (VLT) ESO virðist sem vetrarbrautarslæðan fossi niður eða rísi til himins eins og reykstólpar. Ástæðan er sú að myndin nær yfir himinhvolfið allt, frá hvirfilpunkti út á sjóndeildarhringinn, 360 gráður. Fossarnir tveir eru í raun ein slæða: Flötur Vetrarbrautarinnar sem liggur í boga yfir himininn milli sjóndeildarhringa. Vegna vörpunar á flata, rétthyrnda mynd hefur myndin bjagast svo slæðan flest út yfir alla efstu brún myndarinnar.

Til að átta þig betur á myndinni skaltu ímynda þér að vinstri hliðin sé föst við þá hægri þannig að þær liggi í kringum þig og að efsti hlutinn sé dreginn saman í einn punkt beint fyrir ofan haustamótin. Þannig nær hún öllu himinhvolfinu yfr okkur.

Vinstra megin á myndinni sést skuggamynd af vindpoka stjörnustöðvarinnar, þar sem hann er fastur á stöng sem rís yfir bygginguna. Til vinstri við vindsokkinn sést Litla Magellansskýið, nágrannavetrarbraut okkar, sem bjartur þokublettur. Til hægri, í fleti vetrarbrautarinnar, má sjá rauðleitan bjarma Kjalarþokunnar. Fyrir ofan hana er dökka skýið Kolapokinn og næst honum stjörnumerkið Suðurkrossinn en örlítið hærra á lofti eru tvær bjartar stjörnur, Alfa og Beta Centauri. Fjóru stóru byggingarnar á myndinni hýsa 8,2 metra sjónauka VLT. Milli tveggja þeirra sér í smærri byggingu er geymir VLT Survey Telescope. Hægra megin skín svo Venus skært rétt fyrir ofan sjóndeildarhringinn.

Þessa víðmynd, sem sýnir ekki aðeins VLT á toppi Cerro Paranal heldur líka fegurð himinsins sem er viðfangsefni sjónaukann, tók Serge Brunier, ljósmyndari ESO. Alveg eins og þessir háþróuðustu sjónaukar heims bæta mynd okkar af alheiminum notaði Serge háþróuðustu ljósmyndatækni til að fanga himinhvolfið allt á einni mynd sem á sést miklu meira en augu okkar greina í einu.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Brunier

Um myndina

Auðkenni:potw1224a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 11, 2012, 10:00 CEST
Stærð:7815 x 2936 px
Field of View:360° x 135.2°

Um fyrirbærið

Nafn:Milky Way, Panorama, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
2,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
178,1 KB
1280x1024
248,6 KB
1600x1200
336,3 KB
1920x1200
423,1 KB
2048x1536
449,5 KB