Mars árið 2099?

Á kaldri, dimmri nóttu á Mars, í miðri skraufþurri eyðimörk, lýsa manngerð ljós upp mjóan veg sem liggur upp að einmannalegri byggingu ofan á gömlu fjalli. Unnandi vísindaskáldsagna gæti að minnsta kosti lesið það út úr þessari næstum ójarðnesku mynd.

Myndin sýnir í raun Paranal stjörnustöð ESO, heimili Very Large Telescope (VLT). Engu að síður er auðvelt að ímynda sér þennan stað sem Mars í framtíðinni, hugsanlega í aldarlok. Einmitt þess vegna kallar ljósmyndarinn Julien Girard þessa mynd „Mars 2099“.

Paranal stjörnustöð ESO er í 2.600 metra hæð yfir sjávarmáli á einum þurrasta og afskekktasta stað jarðar, Atacamaeyðimörkinni í Chile. Landslagið minnir svo á Mars að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) og NASA prófuðu Marsjeppana sína á svæðinu. Til dæmis prófaði teymi frá ESA Seeker jeppan sjálfvirka á staðnum eins og lesa má um í ann12048.

Myndin var tekin skömmu eftir sólsetur. Horft er í suðvesturátt að VLT frá VISTA sjónaukanum sem er á gagnstæðum tindi. Vinstra megin er Kyrrahafið í aðeins 12 km fjarlægð frá Paranal. Upp frá tindi Paranal rís vetrarbrautarslæðan og óyggjandi merki um suðurhimininn — stjörnumerkið Suðurkrossinn.

Himininn yfir Paranal getur verið svo tær og dimmur á tunglskinslausri nóttu að ljósið frá vetrarbrautinni varpar skuggum. Einmitt þess vegna kaus ESO að byggja VLT á þessum stað en stjörnustöðin býr við einhverjar bestu aðstæður til stjörnuahugana sem til eru á jörðinni.

Julien Girard er stjörnufræðingur hjá ESO í Chile sem starfar við VLT. Hann sendi þessa mynd í Your ESO Pictures myndahópinn á Flickr. Farið er yfir þennan Flickr hóp reglulega og bestu myndirnar valdar fyrir mynd vikunnar eða fyrir myndasafnið okkar. Í tilefni af 50 ára afmæli ESO á árinu 2012, óskum við líka eftir sögulegum myndum sem tengjast ESO.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Um myndina

Auðkenni:potw1226a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 25, 2012, 10:00 CEST
Stærð:5184 x 3456 px

Um fyrirbærið

Nafn:Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
1,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
157,3 KB
1280x1024
232,8 KB
1600x1200
307,0 KB
1920x1200
328,6 KB
2048x1536
438,8 KB