Órion vakir yfir ALMA

Veiðimaðurinn Óríon stendur vörð yfir loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) á næturhimninum yfir Chile. Merkið er auðþekkjanlegt með Fjósakonurnar þrjár í belti Óríons. Myndin var tekin frá suðurhveli jarðar og sýnir sverð Óríons fyrir ofan beltið. Í sverðinu er eitt glæsilegasta fyrirbæri næturhiminsins — Sverðþokan í Óríon — sem sést sem „stjarna“ í miðju sverðsins en með berum augum við góðar aðstæður má þar koma auga á móðublett.

ALMA loftnetin þrjú sem sjást á þessari mynd eru aðeins lítill hluti af gervallri ALMA röðinni sem telur í heild 66 loftnet. ALMA sameinar merki frá þessum loftnetum í einn risasjónauka, allt að 16 km breiðann, með tækni sem kallast víxlmælingar. Þótt smíði sjónaukans ljúki ekki fyrr en 2013 hófust fyrstu mælingar með hluta raðarinnar síðla árs 2011.

ALMA býr við framúrskarandi aðstæður til rannsókna á himingeimnum þar sem sjónaukinn situr á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum í Chile. Nauðsynlegt er að koma ALMA upp í svona mikilli hæð því vatnsgufa og súrefni í lofthjúpi jarðar dregur í sig þá millímetra og hálfsmillímetra geislun sem ALMA er hönnuð til að kanna.

Á þessari mynd er verið að prófa loftnetin í þjónustumiðstöð ALMA sem er nokkru neðar eða í 2.900 metra hæð. Þegar loftnetin hafa verið prófuð og eru orðin starfhæf, eru þau flutt upp á Chajnantor sléttuna til að hefja störf.

Þessa mynd tók Adrian Russell sem sendi hana í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til fyrir mynd vikunnar eða í myndasafn okkar. Árið 2012 höldum við upp á 50 ára afmæli ESO og óskum einnig eftir myndum sem tengjast sögu ESO.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/A. Russell

Um myndina

Auðkenni:potw1233a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Ágú 13, 2012, 10:00 CEST
Stærð:4288 x 2848 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky
Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
965,6 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
139,1 KB
1280x1024
186,2 KB
1600x1200
251,1 KB
1920x1200
295,3 KB
2048x1536
351,3 KB