Nóttin leggst yfir Paranal

Ímyndaðu þér að þú sért nýbúin(n) að horfa á fallegt sólsetur ofan af tindi Cerro Paranal. Þegar myrkrið hellist hægt og bítandi yfir Atacamaeyðimörkina, opna Very Large Telescope (VLT) sjónaukar ESO öflug augu sína og horfa út í alheiminn. Á þessari glæsilegu 360 gráðu víðmynd getur þú virt fyrir þér útsýnið, rétt eins og ef þú stæðir þarna við suðurjarðar VLT pallsins.

Fremst er verið að opna einn fjögurra hjálparsjónauka VLT. Vinstra megin við hann hefur sólin sest undir skýjabreiðuna yfir Kyrrahafinu sem liggur yfirleitt undir hæð Paranal. Á svæðinu sjást þrír aðrir hjálparsjónaukar fyrir framan stóru byggingarnar sem hýsa 8,2 metra sjónaukana fjóra. Við hægri enda myndarinnar glittir í Residencia og aðrar byggingar í grunnbúðunum, nokkuð í burtu.

Ímyndaðu þér að þú sért umvafin(n) djúpri kyrrð þegar nóttin skellur á. Ekkert truflar nema gnauðið í vindinum eða mjúk hreyfing risasjónaukanna. Þá er erfitt að gera sér í hugarlund þá miklu vinnu sem á sér stað í stjörnstöð VLT, sem staðsett er í hlíðum fjallsins rétt fyrir neðan pallinn í átt að sólsetrinu. Þar hefja stjörnufræðingar og stjórnendur sjónaukans fyrstu mælingar næturinnar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1235a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Ágú 27, 2012, 10:40 CEST
Stærð:50216 x 5993 px
Field of View:360° x 43°

Um fyrirbærið

Nafn:Panorama, Paranal, Very Large Telescope
Tegund:Solar System : Sky Phenomenon : Light Phenomenon : Sunrise-Sunset
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
45,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
115,5 KB
1280x1024
162,7 KB
1600x1200
212,4 KB
1920x1200
256,6 KB
2048x1536
295,2 KB