ALMA og stjörnubjartur himinn — Tignarleg sjón

Það er einstaklega ánægjulegt að vera undir kristaltærum himni á næturnar. En ef þú ert staddur eða stödd á í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli á Chajnantor sléttunni í Andesfjöllum Chile, einum besta stjörnuathugunarstað heims, getur það verið ógleymanlegt.

Hér sést víðmynd af nokkrum loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) fyrir framan glæsilegan, stjörnubjartan næturhiminn.

Í forgrunni sjáum við nokkur loftnet ALMA að störfum. Sléttan sýnist sveigð vegna bjögunar frá víðlinsunni sem notuð var. ALMA er öflugasti sjónauki heims til rannsókna á hálfsmillímetra- og millímetra-geislun úr geimnum. Smíði ALMA verður lokið árið 2013 þegar 66 loftnet verða starfandi á staðnum. Um þessar mundir standa yfir fyrstu athuganir sjónaukans (Early Science Observations). Þótt röðin sé ekki tilbúin er sjónaukinn þegar farinn að skila framúrskarandi niðurstöðum og er betri en allir aðrir hálfsmillímetra sjónaukar.

Á himninum fyrir ofan loftnetin glitra óteljandi stjörnur eins og fjarlægir gimsteinar. Tvö fyrirbæri eru mest áberandi. Fyrst er að nefna tunglið sem skín skært á himninum en á bak við það sést vetrarbrautin sem þokukennd slæða yfir himininn. Dökku svæðin í slæðunni eru staðir þar sem ljós frá stjörnum fyrir aftan berst ekki í gegnum þykk rykský.

Þessa mynd tók Babak Tafreshi, ljósmyndari ESO og stofnandi The World at Night verkefnisins sem snýst um að skapa og sýna fallegar ljósmyndir og myndskeið af fallegum, söguleikum stöðum víða um heim undir stjörnubjörtum himni.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1238a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Sep 17, 2012, 10:00 CEST
Stærð:4500 x 1688 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Panorama
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
1,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
226,9 KB
1280x1024
341,8 KB
1600x1200
472,6 KB
1920x1200
565,7 KB
2048x1536
647,0 KB