Erfið vinnunótt framundan

Sólsetur er venjulega merki um að enn öðrum vinnudegi sé lokið. Borgarljósin kvikna þegar fólk heldur til síns heima, áfram um að njóta kvöldsins og eiga góðan nætursvefn. Þetta á hins vegar ekki við um stjörnufræðinga sem starfa í stjörnustöð eins og Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Athuganir hefjast um leið og sólin hefur gengið til viðar. Allt þarf að vera klárt þegar húmar að.

Þessi panoramamynd sýnir Very Large Telescope (VLT) ESO fyrir framan fallegt sólarlag á Cero Paranal. Byggingar VLT eru áberandi á myndinni en sjónaukarnir í þeim eru reiðubúnir að rannsaka alheiminn. VLT er öflugasti stjörnusjónauki heims sem samanstendur af fjórum sjónaukum með 8,2 metra safnspegla og fjórum 1,8 metra hjálparsjónaukum sem sjást vinstra megin á myndinni.

Sjónaukarnir geta unnið saman sem einn risasjónauki, ESO Very Large Telescope Interferometer (VLTI), sem gerir stjörnufræðingum kleift að greina fínustu smáatriði. Þessi skipan er aðeins notuð í takmarkaðan fjölda nátta á ári. Oftast eru 8,2 metra sjónaukarnir notaðir hver í sínu lagi.

Undanfarin 13 ár hefur VLT haft mikil áhrif á stjörnuathuganir. Tilkoma VLT var lyftistöng fyrir evrópsk stjarnvísindi en með honum hafa stjörnufræðingar meðal annars rakið ferla stjarna á braut um svartholið í miðju vetrarbrautarinnar og náð fyrstu myndinni af fjarreikistjörnu. Þessar uppgötvanir eru tvær af þremur efstu í topp 10 uppgötvunum ESO.

VLT sjónaukarnir fjórir eru nefndir eftir fyrirbærum á himninum á Mapuche, sem er gamalt tungumál innfæddra í Chile og Argentínu. Frá vinstri til hægri eru Antu (sólin), Kueyen (tunglið), Melipal (Suðurkrossinn) og Yepun (Venus).

Myndina tók Babak Tafreshi, ljósmyndari ESO.

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1239a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Sep 24, 2012, 10:00 CEST
Stærð:50000 x 9752 px
Field of View:200° x 40°

Um fyrirbærið

Nafn:Panorama, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
59,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
107,6 KB
1280x1024
146,9 KB
1600x1200
194,6 KB
1920x1200
242,8 KB
2048x1536
280,6 KB