Eldkeilan Licancabur stendur vörð yfir Chajnantor

Á þessari fallegu mynd sést Chajnantor hásléttan — heimili Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) — með hið tignarlega Licancabur eldfjallið í bakgrunni. Fremst sést skógur af ísstrýtum. Þessar strýtur eru áhugaverð náttúrufyrirbæri sem finnast aðallega á hálendum stöðum. Þær eru þunnar snjó- eða ísmyndanir með skarpar brúnir sem stefna í átt að sólinni og eru frá nokkrum sentímetrum upp í nokkra metra að stærð. Þú getur fræðst meira um ísstrýtur í eldri mynd vikunnar (potw1221).

Licancabur eldfjallið rís upp í 5.920 metra hæð og er helsta landslagseinkenni San Pedro de Atacama svæðisins í Chile. Keilulögunin gerir það auðþekkjanlegt, jafnvel úr mikilli fjarlægð. Fjallið er staðsett á syðsta hluta landamæra Chile og Bólivíu. Í toppgíg eldfjallsins er eitt hæsta stöðuvatn heims. Þetta vatn hefur fangað athygli líffræðinga sem rannsaka hvernig örverur geta þrifist í því þrátt fyrir mjög harðneskjulegt umhverfi, mikla útfjólubláa geislun og mikinn kulda. Það hvernig örverur í Licancabur vatninu lifa af gæti veitt okkur innsýn í möguleikann á lífi á Mars í fyrndinni.

Ljósmyndina tók Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, nálægt ALMA stjórnstöðinni.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1240a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Okt 1, 2012, 10:00 CEST
Stærð:8293 x 3336 px

Um fyrirbærið

Nafn:Chajnantor, Panorama
Tegund:Solar System : Planet : Feature : Surface : Mountain

Mounted Image

Myndasnið

Stór JPEG
5,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
295,4 KB
1280x1024
439,2 KB
1600x1200
605,3 KB
1920x1200
743,8 KB
2048x1536
881,6 KB