VISTA fyrir sólarlag

Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile er þekktust fyrir Very Large Telescope (VLT), flaggskip ESO. Á síðustu árum hefur staðurinn einnig orðið heimili tveggja kortlagningarsjónauka í hæsta gæðaflokki. Þessir nýju meðlimir í Paranal fjölskyldunni eru hannaðir til að taka ljósmyndir af stórum svæðum á himninum bæði hratt og djúpt.

Annar þeirra, 4,1 metra Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy (VISTA), er staðsettur á næsta fjallstindi, ekki ýkja langt frá Paranaltindi. Hann sést á þessari fallegu mynd sem ljósmyndari ESO, Babak Tafreshi, tók frá Paranal. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki heims og hefur verið í notkun frá desember 2009.

Í neðra hægra horni myndarinnar sést byggingin yfir VISTA fyrir framan, að því er virðist, endalausan fjallgarð sem teygir sig út til sjóndeildarhringsins. Þegar sólsetrið nálgast varpa fjöllin lengri skuggum sem smám saman færast yfir brúnleita litatóna hins glæsilega eyðimerkurlandslags sem umlykur Paranal. Fljótlega hverfur sólin undir sjóndeildarhringinn og sjónaukarnir í Paranal taka að berja alheiminn augum.

VISTA er sjónauki með vítt sjónsvið, hannaður til að kortleggja suðurhimininn í innrauðu ljósi mjög nákvæmlega sem gerir stjörnufræðingum kleift að greina sérstaklega dauf fyrirbæri. Markmið verkefnanna er að útbúa stórar skrár yfir stjarnfræðileg fyrirbæri til tölfræðilegra rannsókna og til að finna ný viðfangsefni sem hægt er að rannsaka nánar með VLT.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1241a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Okt 8, 2012, 10:00 CEST
Stærð:13741 x 3909 px
Field of View:50° x 20°

Um fyrirbærið

Nafn:Panorama, Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Mounted Image

Myndasnið

Stór JPEG
14,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
266,2 KB
1280x1024
416,6 KB
1600x1200
523,7 KB
1920x1200
622,9 KB
2048x1536
763,8 KB