Örþunnur spegill í prófun hjá ESO

Þessi örþunni og sveigjanlegi spegill hefur verið afhentur ESO í Garching í Þýskalandi þar sem hann er í prófun. Spegillinn er 1120 millímetrar á breidd en aðeins 2 millímetrar að þykkt, mun þynnri en flestir glerrúður. Spegillinn er þunnur því hann þarf að vera nógu sveigjanlegur til að segulkraftar geti breytt lögun hans. Í notkun verður yfirborði spegilsins breytt stöðugt til að leiðrétta bjögun sem hlýst af ókyrrð í lofthjúpi jarðar. Þannig er hægt að ná miklu skarpari myndum.

Nýi sveigjanlegi aukaspegillinn mun koma í stað þess sem nú er í einum af fjórum VLT sjónaukunum. Á aukaspegilkerfinu eru 1170 hreyfiliðir sem beita 1170 seglum, sem límdir eru á bakhlið spegilsins, krafti. Sérhannað rafkerfi stjórnar hegðun spegilsins örþunna. Hægt er að sveigja yfirborð hans allt að þúsund sinnum á sekúndu með hreyfiliðunum.

Aukaspeglakerfið var flutt í heild sinni til ESO frá ítölsku fyrirtækjunum Microgate og ADS í desember 2012 og markar þar með enda á átta ára þróunarvinnu. Þetta er stærsti aflaganlegi spegill sem til er fyrir stjörnuathuganir og sá nýjasti í röð margra. Sú mikla reynsla sem verktakarnir búa yfir kemur fram í gæðum og áreiðanleika kerfisins. Búist er við að uppsetning hans í VLT hefjist árið 2015.

Franska fyrirtækið REOSC smíðaði spegilinn þunna (ann12015). Hann er úr keramíki sem hefur verið slípað afar nákvæmlega. Framleiðsluferlið hófst á 70 millímetra þykkum Zerdour keramíkkubbi frá Schott Glass í Þýskalandi. Mestur hluti þessa efnis er slípaður burt. Spegillinn sjálfur er að lokum svo þunnur og því brothættur að styðja þarf vel við hann á öllum stundum.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1307a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Feb 18, 2013, 10:00 CET
Stærð:5616 x 3744 px

Um fyrirbærið

Tegund:Unspecified : Technology

Myndasnið

Stór JPEG
4,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
288,8 KB
1280x1024
430,2 KB
1600x1200
584,7 KB
1920x1200
674,3 KB
2048x1536
866,4 KB