Halastjörnur og stjörnuhröp yfir Paranal

Þessa fallegu mynd tók Gabriel Brammer, einn af ljósmyndurum ESO, en á henni sést sólsetur í Paranal stjörnustöðinni, prýtt tveimur halastjörnur sem skreytt hafa suðurhimininn að undanförnu. Við sjóndeildarhringinn hægra megin á myndinni er bjartari halastjarnan, halastjarnan C/2011 L4 (PANSTARRS), með áberandi hala sem rekja má til ryks sem endurvarpar sólarljósi. Á miðri mynd, rétt fyrir ofan Paranalfjall, sést grænleitur haddur — þokuhjúpurinn í kringum kjarnann — halastjörnunnar C/2012 F6 (Lemmon) og daufur halinn rétt fyrir aftan. Græna litinn má rekja til gastegunda í haddinum sem sólarljósið hefur jónað. Ætla mætti að þriðja halastjarnan sjáist á myndinni en bjarta fyrirbærið milli halastjarnanna Lemmon og PanSTARRS, er loftsteinn að brenna upp í lofthjúpnum á sama tíma og var tekin.

Mynd/Myndskeið:

ESO/G. Brammer

Um myndina

Auðkenni:potw1310a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Mar 11, 2013, 10:00 CET
Stærð:5828 x 3891 px

Um fyrirbærið

Nafn:C/2011 L4 (PanSTARRS), C/2012 F6 (Lemmon)
Tegund:Solar System : Interplanetary Body : Comet

Myndasnið

Stór JPEG
5,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
246,7 KB
1280x1024
414,2 KB
1600x1200
614,3 KB
1920x1200
743,1 KB
2048x1536
1009,6 KB