Undir álögum Magellansskýjanna

Christoph Malin, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa fallegu mynd af nokkrum loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array sjónaukans undir glæsilegum stjörnubjörtum himni. Myndnin er úr einu af „time-lapse“ myndskeiðum Malins af ALMA, sem sjá má hér ann12099.

ALMA er staðsett á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli og er öflugasti sjónauki heims til að rannsaka ljós með hálfsmillímetra og millímetra bylgjulengdir. Smíði ALMA lýkur árið 2013 en þá verða í heild 66 loftnet starfrækt á staðnum.

Magellansskýin tvö skína skært á himninum fyrir ofan loftnetin. Þessar nálægu dvergvetrarbrautir eru áberandi á suðurhveli himins og sjást leikandi með berum augum. Báðar vetrarbrautirnar eru á sveimi um Vetrarbrautina okkar en vísbendingar eru um að báðar hafi afmyndast vegna víxlverkunar við Vetrarbrautina.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/C. Malin

Um myndina

Auðkenni:potw1315a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 15, 2013, 10:00 CEST
Stærð:4256 x 2832 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, LMC, SMC
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
2,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
260,6 KB
1280x1024
411,2 KB
1600x1200
573,9 KB
1920x1200
679,9 KB
2048x1536
873,1 KB

 

Sjá einnig