Silfrað og blátt á Paranal

Nánast hvar sem er á jörðinni væri þetta fallegur, léttskýjaður dagur. En í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni er hann óvenju skýjaður. Eyðimörkin sú er einn þurrasti staður jarðar og mjög sjaldan sjást ský á himni. Margir stjörnufræðingar og verkfræðingar sem starfa á staðnum, telja enda heiðskíran himininn eitt það besta við að vinna í Atacamaeyðimörkinni. Þessa glæsilegu 360 gráðu víðmynd sem Dirk Essl saman úr fimmtán ljósmyndum sem hann tók fyrir ESO. Á henni sést sjaldséður skýjaður dagur í Paranal. Fáeinir þunnir og reytingslegir klósigar svífa fyrir ofan byggingarnar sem hýsa Very Large Telescope. Skýin verða til hátt í lofthjúpnum og eru úr örlitlum ískristöllum.

Árleg úrkoma í Paranal stjörnustöðinni er innan við 10 millímetrar á ári, sem er ein ástæða þess að ESO kaus að byggja Very Large Telescope (VLT) á þessu 2.600 metra háa fjalli. Á myndinni sjást fjórir aðalsjónaukar VLT auk fjögurra smærri hjálparsjónauka undir hvolfþökum sínum, einn fremst og aðrir þrír lengra í burtu. Teinarnir á jörðinni eru til þess að hægt sé að færa hjálparsjónaukana til.

Dirk sendi þessa mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til fyrir mynd vikunnar eða í myndasafn okkar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/D. Essl

Um myndina

Auðkenni:potw1316a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 22, 2013, 10:00 CEST
Stærð:5775 x 884 px
Field of View:360° x 55.1°

Um fyrirbærið

Nafn:Panorama, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Planet : Feature : Atmosphere : Cloud
Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
1,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
193,0 KB
1280x1024
270,1 KB
1600x1200
354,1 KB
1920x1200
415,4 KB
2048x1536
490,5 KB