Vængir vísinda fljúga yfir ALMA

Þessi fallega mynd var tekin í desember 2012 og sýnir loftnet Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), stærsta stjörnusjónauka heims, á Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllum Chile. Stóru loftnetin eru 12 metrar á breidd en þau smærri, sem eru fyrir miðri mynd, mynda ALMA Compact Array (ACA) sem stamanstendur af tólf 7 metra breiðum loftnetum. Að lokum mun röðin samanstanda af 66 loftnetum.

ESO hefur hafið samstarf við ORA Wings of Science verkefni, samtök sem ekki eru rekin í gróðaskyni og bjóða upp á stuðning við rannsóknir úr lofti á sama tíma og flogið er umhverfis Jörðina á einu ári. Áhöfn Wings for Science verkefnisins, Clémentine Bacri og Adrien Normier, fljúga sérstakri umhverfisvænni og fisléttri flugvél til að aðstoða vísindamenn, til dæmis við sýnasöfnun úr lofti, fornleifarannsóknir, athuganir á líffræðilegri fjölbreytni og útbúa landslagslíkön í þrívídd.

Þær stuttmyndir og glæsilegu ljósmyndir sem teknar eru í leiðangrinum eru notaðar í menntalegum tilgangi og til að kynna staðbundnar rannsóknir. Hringflugið hófst í júní 2012 og lýkur í júní 2013 með lendingu á flugsýningunni í París.

Skýringar

[1] ALMA er samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. Í Evrópu er verkefnið fjármagnað af ESO, í Norður Ameríku af National Science Foundation (NSF) í samstarfi við National Research Council of Canada (NRC) og National Science Council of Taiwan (NSC) og í Austur Asíu af National Insitutes of Natural Sciences (NINS) í Japan í samstarfi við Academia Sinica (AS) í Taívan. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO), sem lýtur stjórn Associated Universities, Inc. (AUI), fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

[2] Fisvélin er verðlaunuð vél frá NASA, Pipistrel Virus SW 80, sem eyðir aðeins 7 lítrum af eldsneyti á 100 kílómetra — minnan en flestar bifreiðar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Clem & Adri Bacri-Normier (wingsforscience.com)/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1317a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 29, 2013, 10:00 CEST
Stærð:5760 x 3112 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
3,7 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
270,5 KB
1280x1024
425,8 KB
1600x1200
595,5 KB
1920x1200
700,4 KB
2048x1536
908,9 KB

 

Sjá einnig