Nýju leikföng Maëlle

Stjörnufræði og sjónaukar geta stundum dregið fram barnið í okkur. Til að svala forvitni mannkynsins halda stjörnufræðingar áfram að smíða sífellt stærri tæki á afskekktum stöðum um allan heim.

Julien Girard, stjörnufræðingur hjá ESO, tók þessa sætu mynd af dóttur sinni á fjölskyldudegi í Paranal stjörnustöðinni í Andesfjöllum Chile. Frá þessu sjónarhorni er eins og Maëlle litla sé að horfa ofan í opið hvolfð sem hýsir einn af 1,8 metra hjálparsjónaukum Very Large Telescope (VLT) ESO. Þótt sjónaukarnir séu notaðir í háalvarlegar vísindarannsóknir finnst sjtörnufræðingunum stundum eins og þeir séu börn að leika sér við risastór „leikföng“.

Julien Girard er stjörnufræðingur hjá ESO og einn af ljósmyndurum ESO í Chile þar sem hann vinnur við VLT. Hann er tækjasérfræðingur við NACO aðlögunarsjóntækið á VLT sjónauka 4. Julien sendi þessa mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn þaðan sem hún var talin sem mynd vikunnar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Um myndina

Auðkenni:potw1327a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Júl 8, 2013, 10:00 CEST
Stærð:1624 x 1145 px

Um fyrirbærið

Nafn:Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
235,7 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
137,0 KB
1280x1024
191,9 KB
1600x1200
238,4 KB
1920x1200
273,0 KB
2048x1536
332,3 KB