Vængir vísindanna fljúga yfir Paranal

Þessa loftmynd af Paranal stjörnustöðinni tóku þau Clémentine Bacri og Adrien Nomier í desember 2012 þegar þau flugu sérstakri vistvænni fisvél [1] á ársferðalagi sínu í kringum Jörðina. Myndin sýnir hráslagalegt eyðimerkurlandslagið þar sem besta stjörnustöð heims, Very Large Telescope (VLT) ESO, fjórir 8,2 metra breiðir sjónaukar, er að finna á tindi Cerro Paranal.

ESO hefur hafið samstarf við ORA Wings of Science verkefnið, samtök sem ekki eru rekin í gróðaskyni og bjóða opinberum rannsóknarsamtökum upp á stuðning við rannsóknir úr lofti. Áhöfn Wings for Science verkefnisins flugu meðal annars yfir stjörnustöðvarnar í norðurhluta Chile áður en haldið var frá Suður Ameríku til Ástralíu. Á ferðalagi sínu hjálpuðu þau vísindamönnum til dæmis við sýnasöfnun úr lofti, fornleifarannsóknir, athuganir á líffræðilegri fjölbreytni og útbúa landslagslíkön í þrívídd.

Þær stuttmyndir og glæsilegu ljósmyndir sem teknar eru í leiðangrinum eru notaðar í menntalegum tilgangi og til að kynna staðbundnar rannsóknir. Hringflugið hófst í júní 2012 og lauk í júní 2013 með lendingu á flugsýningunni í París þann 17. þess mánaðar.

Skýringar

[1] Fisvélin er verðlaunuð vél frá NASA, Pipistrel Virus SW 80, sem eyðir aðeins 7 lítrum af eldsneyti á 100 kílómetra — minnan en flestar bifreiðar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Clem & Adri Bacri-Normier (wingsforscience.com)/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1328a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Júl 15, 2013, 10:00 CEST
Stærð:4464 x 3016 px

Um fyrirbærið

Nafn:Very Large Telescope, Wings for Science
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
3,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
321,8 KB
1280x1024
507,1 KB
1600x1200
699,4 KB
1920x1200
814,7 KB
2048x1536
1,0 MB