NTT snýst eins og skopparakringla

Á þessari mynd sést New Technology Telescope (NTT) í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Efsti hluti byggingarinnar sem hýsir sjónaukann virðist þokukennd á myndinni vegna þess að hann snerist þegar sjónaukanum var beint að tilteknu fyrirbæri þegar myndin var tekin. Lýsingartíminn nam 30 sekúndum.

Eitt það fyrsta sem þú tekur eflaust eftir á myndinni, er að sérkennileg hyrnd lögun byggingarinnar sem hýsir sjónaukann en oftast eru notuð hvolfþök yfir sjónaukana. Þessi hönnun var byltingarkennd þegar sjónaukinn var tekinn í notkun árið 1989 en hún hefur mikið verið notuð síðan, þar á meðal fyrir Very Large Telescope ESO.

Hönnun NTT var byltingarkennd í flesta staði enda var leitast vð að ná hámarksmyndgæðum, til dæmis með því að stjórna vandlega loftræstingu og loftstreymi um sjónaukann og lágmarka þannig ókyrrð innanhúss sem gerir myndir óskýrar. Ef vel er að gáð sjást stóru fliparnir, sem gegna veigamesta hlutverkinu í þessu kerfi, í móðukennda hluta myndarinnar.

Spegill NTT var einnig byltingarkenndur á sínum tíma. Þótt hann sé 3,58 metra breiður og því ekkert sérstaklega stór, var hönnun hans nýstárleg. Spegillinn er sveigjanlegur og hægt að stjórna lögun hans á öllum stundum til að hámarka myndgæði. ESO og NTT ruddu brautina í notkun á þessari tækn sem kallast virk sjóntæki og er nú staðalbúnaður í sjónaukum nútímans.

Í dag geta stjörnufræðingar nýtt sér tvö tæki á NTT við rannsóknir sínar: SOFI (skammstöfun fyrir Son of ISAAC, tæki á VLT) sem er litrófsriti fyrir innrautt ljós og myndavél, og EFOSC2, litrófsrita og myndavél fyrir dauf fyrirbæri.

La Silla stjörnustöðin er í suðurhluta Atacamaeyðimerkurinnar í Chile, um 600 km norður af höfuðborginni Santiago, í um 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli.

Malte Tewes, stjörnufræðingur við Ecole Polytechnique Fédérale de Lausanne í Sviss, tók þessa mynd.

Malte sendi þessa mynd inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/M. Tewes

Um myndina

Auðkenni:potw1329a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Júl 22, 2013, 10:00 CEST
Stærð:1581 x 1581 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla, New Technology Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
574,1 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
256,6 KB
1280x1024
377,7 KB
1600x1200
493,2 KB
1920x1200
524,7 KB
2048x1536
685,6 KB