Lognið á undan storminum

Á þessari fallegu mynd sjást vetrarbrautirnar NGC 799 (neðri) og NGC 800 (efri) í stjörnumerkinu Hvalnum. Bandaríski stjörnufræðingurinn Lewis Swift kom fyrstur manna auga á vetrarbrautirnar árið 1885.

Vetrarbrautirnar tvær eru í um 300 milljón ljósára fjarlægð. Frá okkar sjónarhóli sést lögun beggja vel. Báðar eru þyrilvetrarbrautir, rétt eins og Vetrarbrautin okkar, með einkennandi langa arma sem hverfast um bjarta bungu í miðjunni. Í þyrilörmunum er aragrúi heitra, ungra, bláleitra stjarna í þyrpingum (litlir bláir punktar á myndinni), en í miðbungunni eru stórir og þéttir hópar af kaldari, rauðleitum og eldri stjörnum.

Við fyrstu sýn virka báðar vetrarbrautirnar svipaðar en í grunninn eru þær samt ólíkar. Fyrir utan augljósan stærðarmun hefur aðeins NGC 799 bjálka sem teygir sig út frá miðbunginni og arma sem liggja út frá bjálkanum. Bjálkar vetrarbrauta eru taldir beina gasi út þyrilörmunum í miðjuna svo stjörnumyndun eykst þar. Árið 2004 sást stjarna springa í NGC 799 sem nefnd var SN2004dt.

Annað áhugavert atriði sem skilur á milli er fjöldi þyrilarma. Smærri vetrarbrautin, NGC 800, hefur þrjá bjarta og hnútótta arma, á meðan NGC 799 hefur aðeins tvo fremur daufa en breiða þyrilarma. Þeir byrja við enda bjálkans og umlykja vetrarbrautina nær alveg svo hún verður næstum hringlaga.

Þótt þyrilvetrarbrautirnar tvær líti út fyrir að lifa friðsömu samlífi, gæti það varla verið fjær sanni. Það sem við sjáum hér er lognið á undan storminum. Við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíð þeirra ber í skauti sér en þegar tvær vetrarbrautir eru of nálægt hvor annarri, víxlverka þær í nokkur hundruð milljónir ára. Í sumum tilvikum verða aðeins minniháttar víxlverkanir sem valda því að þær afmyndast, en stundum renna þær saman og mynda eina nýja og stærri vetrarbraut.

Myndin var tekin með FORS1 mælitækinu á 8,2 metra Very Large Telescope (VLT) ESO á Cerro Paranal í Chile. Myndin er sett saman úr myndum sem teknar voru í gegnum þrjár litsíur (B, V, R).

Á myndinni sjást líka fimm smástirni — sérðu þau? Smástirnin færast á milli mynda og skilja eftir sig litríkar rákir á myndinni.

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1332a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Ágú 12, 2013, 10:00 CEST
Stærð:1980 x 1789 px

Um fyrirbærið

Nafn:NGC 799, NGC 800
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Spiral
Fjarlægð:300 milljón ljósár
Constellation:Cetus

Myndasnið

Stór JPEG
1,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
244,4 KB
1280x1024
467,7 KB
1600x1200
774,4 KB
1920x1200
994,5 KB
2048x1536
1,1 MB

Hnit

Position (RA):2 2 12.31
Position (Dec):0° 6' 3.41"
Field of view:6.60 x 5.96 arcminutes
Stefna:Norður er 180.0° højre frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
Sýnilegt
B
Very Large Telescope
FORS1
Sýnilegt
V
Very Large Telescope
FORS1
Sýnilegt
R
Very Large Telescope
FORS1

 

Sjá einnig