Hulunni svipt af fjarlægum stjörnum og vetrarbrautum

Hulunni svipt af fjarlægum stjörnum og vetrarbrautum

Á þessari djúpmynd, sem tekin var með Wide Field Imager (WFI) myndavélinni á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile, sjást fjarlægar stjörnur og vetrarbrautir.

Myndin er hluti af COMBO-17 verkefninu (Classifying Objects by Medium-Band Observations in 17 filters) en í því hafa myndir verið teknar af litlum svæðum á himninum í gegnum 17 mismunandi ljóssíur. Heildarflatarmál þess svæðis sem hver COMBO-17 mynd þekur er álíka stórt og fullt tungl en á myndunum hafa fundist ótal fjarlæg fyrirbæri. Það sýnir glöggt hve margt á enn eftir að uppgötvast á himinhvolfinu.

Myndin er af svæði sem einnig var til skoðunar í FORS Deep Field (FDF) verkefninu en í því voru ýmis svæði á himninum könnuð í smáatriðum með FORS2 litrófsritanum á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Mun fleiri ljóssíur voru notaðar í myndir WFI en mælingar FDF, auk þess sem stærri svæði á himninum voru rannsökuð, svo útkoman er mynd eins og sú sem hér sést.

Þessar litlu svipmyndir af alheiminum hafa leitt í ljós tugþúsundir stjarna, vetrarbrauta og dulstirna sem áður voru okkur hulin. Myndirnar hafa verið notuð til að rannsaka þyngdarlinsuhrif og dreifingu hulduefnis í vetrarbrautum og þyrpingum.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1339a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Sep 30, 2013, 10:00 CEST
Stærð:7792 x 7604 px

Um fyrirbærið

Nafn:FORS Deep Field
Tegund:Early Universe : Cosmology : Morphology : Deep Field
Constellation:Sculptor

Myndasnið

Stór JPEG
28,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
219,6 KB
1280x1024
345,9 KB
1600x1200
482,0 KB
1920x1200
558,9 KB
2048x1536
757,8 KB

Hnit

Position (RA):1 5 44.28
Position (Dec):-25° 51' 16.16"
Field of view:30.88 x 30.14 arcminutes
Stefna:Norður er 0.1° højre frá lóðréttu

 

Sjá einnig