Vin eða felustaður?

Á þessari mynd sjást rákir stjarna á dimmum himninum yfir Chile. Rekja má rákirnar til snúnings Jarðar á þeim tíma þegar myndin var tekin. Fyrir neðan rákirnar er Paranal Residencia sem er sannkölluð vin í chilesku eyðimörkinni fyrir starfsmenn og gesti Very Large Telescope ESO hátt á Cerro Paranal.

Smíði Residencia hófst árið 1998 og lauk árið 2002. Síðan hefur það verið vísindamönnum og verkfræðingum sem starfa í Paranal stjörnustöðinni kærkominn griðarstaður í harðneskjulega og þurra eyðimerkurloftinu.

Meginhluti þessarar fjögurra hæða byggingar er neðanjarðar. Þýsku arkitektarnir Auer+Weber hönnuðu aðstöðuna þannig að hún félli inn í landslagið. Frá ákveðnum sjónarhornum minnir þessi nýstárlega en lítt áberandi bygging á felustað illmennis. Það kom því ekki á óvart að Residencia var einmitt sögusvið lokabardagans í James Bond myndinni Quantum of Solace frá árinu 2008.

Flickr notandinn John Colosimo sendi þessa mynd inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

John Colosimo (colosimophotography.com)/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1340a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Okt 7, 2013, 10:00 CEST
Stærð:5760 x 3840 px

Um fyrirbærið

Nafn:Cerro Paranal, Paranal, Paranal Residencia
Tegund:Solar System : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
16,9 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
665,9 KB
1280x1024
1,1 MB
1600x1200
1,6 MB
1920x1200
2,0 MB
2048x1536
2,7 MB

 

Sjá einnig