Óvænt ský umhverfis risastjörnu

Á þessari nýju mynd frá VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO, sést stóra stjörnuþyrpingin Westerlund 1 (eso1034). Þessi óhemju bjarta þyrping er um 16.000 ljósár frá Jörðinni í stjörnumerkinu Altarinu. Í henni eru mörg hundruð mjög efnismiklar og skærrar stjörnur sem allar eru aðeins nokkurra milljóna ára — barnungar á stjarnfræðilegan mælikvarða. Gas og ryk birgir okkur sýn á þessa þyrpingu og kemur í veg fyrir að stærstur hluti sýnilega ljóssins frá stjönunum berist til Jarðar.

Nú hafa stjörnufræðingar sem rannsökuðu myndir af Westerlund 1 í nýju rannsóknarverkefni á suðurhimninum [1], komið auga á nokkuð óvænt í þyrpingunni. Í kringum eina stjörnuna — W26, rauðan reginrisa og hugsanlega stærstu stjörnu sem vitað er um — hafa fundist glóandi ský úr vetni en þau eru grænleit á myndinni.

Glóandi gasský í kringum efnismiklar stjörnur eru sjaldgæf og enn sjaldgæfari umhverfis rauða reginrisa — þetta er fyrsta jónaða gasþokan sem finnst í kringum slíka stjörnu. W26 er sjálf of köld til að láta gasið glóa og hafa stjörnufræðingar getið sér til um að uppruna jónandi geislunarinnar megi annað hvort rekja til heitra, blárra stjarna annars staðar í þyrpingunni, eða hugsanlega daufari en mun heitari fylgistjörnu W26.

Að lokum mun W26 springa. Þokan sem umlykur hana líkist mjög þokunni í kringum SN 1987A, leifar stjörnu sem sprakk árið 1987 [2]. SN 1987A var nálægasta sprengistjarnan sem sést hefur frá Jörðinni síðan árið 1604 en hún gaf stjörnufræðingum einstakt tækifæri til að rannsaka eðli sprengistjarna. Athuganir á fyrirbærum eins og þessari nýju þoku í kringum W26 hjálpar stjörnufræðingum að skilja ferlin sem búa að baki massatapi efnismikilla stjarna, sem að lokum leiðir til þess að þær springa.

Skýringar

[1] Myndin er hluti af ítarlegu kortlagningarverkefni sem kallast VPHAS+ á stórum hluta Vetrarbrautarinnar en í því er VST sjónaukinn notaður í leit að nýjum fyrirbærum eins og ungum stjörnum og hringþokum. Sama verkefni gat af sér nýja og glæsilega mynd af Rækjuþokunni.

[2] Þokan er talin hafa umlukið SN 1987A stjörnuna áður en hún sprakk.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/VPHAS+ Survey/N. Wright

Um myndina

Auðkenni:potw1341a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Okt 14, 2013, 10:00 CEST
Stærð:4222 x 2703 px

Um fyrirbærið

Nafn:W26, Westerlund 1
Tegund:Local Universe : Star : Evolutionary Stage : Red Supergiant
Local Universe : Star : Grouping : Cluster
Fjarlægð:15000 ljósár
Constellation:Ara

Myndasnið

Stór JPEG
5,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
425,4 KB
1280x1024
649,4 KB
1600x1200
913,5 KB
1920x1200
1,1 MB
2048x1536
1,4 MB

Hnit

Position (RA):16 47 3.24
Position (Dec):-45° 50' 44.76"
Field of view:14.98 x 9.59 arcminutes
Stefna:Norður er 0.3° vinstri frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
Sýnilegt
G
VLT Survey Telescope
OmegaCAM
Sýnilegt
H-alpha
VLT Survey Telescope
OmegaCAM
Sýnilegt
R
VLT Survey Telescope
OmegaCAM
Innrautt
I
VLT Survey Telescope
OmegaCAM

 

Sjá einnig