Víðmynd af ALMA og Kjalarþokunni

Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa víðmynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) undir stjörnubjörtum himni yfir Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllunum í Chile.

Rósrauði bjarminn vinstra megin á myndinni er Kjalarþokan sem er í um 7.500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Kilinum. Þetta glóandi gas- og rykský er ein bjartasta geimþoka himins og inniheldur nokkrar af björtustu og maassamestu stjörnum sem vitað er um í Vetrarbrautinni, til dæmis Eta Carinae. Í eso1208, eso1145 og eso1031 má sjá nokkrar fallegar myndir frá ESO af Kjalarþokunni.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1345a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Nóv 11, 2013, 10:00 CET
Stærð:9000 x 1723 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Panorama
Tegund:Solar System : Sky Phenomenon : Night Sky

Myndasnið

Stór JPEG
4,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
238,9 KB
1280x1024
342,1 KB
1600x1200
454,4 KB
1920x1200
543,2 KB
2048x1536
641,9 KB

 

Sjá einnig