Forn stjörnumerki yfir ALMA

Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), stærstu stjörnustöð heims, undir suðurhimninum.

Með berum augum sjást nokkur þúsund stjörnur á himninum yfir Chajnantor hásléttunni. Þurr- og tærleiki næturhiminsins þar er ein helsta ástæða þess, að ALMA var komið upp á þessum slóðum. Í efra vinstra horni myndarinnar er björt og þétt þyrping ungra stjarna, Sjöstirnið, sem flest menningarsamfélög til forna þekktu vel til. Fyrir ofan nálægustu loftnetin sést stjörnumerkið Óríon (veiðimaðurinn) og þrjár bláar stjörnur í röð sem mynda belti hans, eða Fjósakonurnar, örlítið til vinstri við rauða ljósið. Samkvæmt goðsögunum var Óríon veiðimaður sem renndi hýru auga til systranna sjö, hinna sjö fögru dætra Atlasar.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1347a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Nóv 25, 2013, 10:00 CET
Stærð:5982 x 4003 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
4,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
275,9 KB
1280x1024
422,7 KB
1600x1200
591,5 KB
1920x1200
712,5 KB
2048x1536
885,4 KB