Bjartar nætur í Paranal

Þegar nóttin skellur á vakna stjörnustöðvar ESO til lífsins. Stjörnufræðingar og tæknimenn taka sér stöðu og beina sjónaukunum til himins. Á myndinni sést tær og heiðskír stjörnuhiminn yfir Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, sem er langt frá borgarljósunum.

Gabriel Brammer, einn af ljósmyndurum ESO, hefur hér fangað kyrrláta fegurð Vetrarbrautarinnar á mynd sem hann tók við Very Large Telescope. Byggingarnar fjórar neðst á myndinni hýsa VLT Sjónaukana fjóra en hver þeirra hefur 8,2 metra breiðan safnspegil. Í kringum þá eru hjálparsjónaukar VLT, auðþekkjanlegir af hvítu hvolfþökunum. Bjarti bletturinn vinstra megin er tunglið sem skín mjög skært en hægra megin er skuggaveran ljósmyndarinn sjálfur að veifa til okkar með því að baða út höndunum.

Himininn sést í heild sinni á myndinni því Brammer notaði fisheye linsu við myndatökuna.

Mynd/Myndskeið:

ESO/G. Brammer

Um myndina

Auðkenni:potw1352a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Des 30, 2013, 10:00 CET
Stærð:10000 x 10000 px

Um fyrirbærið

Nafn:Chile, Paranal, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
33,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
262,9 KB
1280x1024
429,2 KB
1600x1200
596,8 KB
1920x1200
685,2 KB
2048x1536
932,9 KB

 

Sjá einnig