Paranalnætur

Ef þú horfðir upp í næturhiminninn frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile, myndi glæsileg sjón eins og þessi blasa við þér. Á himninum glitra bláar, rauðar, gular og appelsínugular stjörnur, vetrarbrautir, geimþokur og margt fleira. Stjörnufræðingar horfa upp í þennan fallega himinn og reyna að ráða fram úr leyndardómum alheimsins.

Til þess nota þeir sjónauka eins og þá sem hér sjást, hjálparsjónauka VLT. Á myndinni eru þrír af hjálparsjónaukunum fjórum, sem eru færanlegir, og beina ljósi í Very Large Telescope víxlmælinn, háþróaðasta sjóntæki heims. Saman mynda þeir einn risasjónauka sem er fær um að greina smáatriði sem sæjust aðeins með sjónauka sem er jafnstór bilinu á milli þeirra.

Mynd/Myndskeið:

Y. Beletsky (LCO)/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1401a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jan 6, 2014, 10:00 CET
Stærð:4000 x 2605 px

Um fyrirbærið


Myndasnið

Stór JPEG
2,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
323,7 KB
1280x1024
522,5 KB
1600x1200
736,4 KB
1920x1200
867,9 KB
2048x1536
1,1 MB

 

Sjá einnig