Víxlunaráhrif í sundlaug
Stjörnufræðingar stinga sér ekki alltaf til sunds í Residencia í Paranal stjörnustöðinni, en þegar þeir gera það, sýna þeir stundum hvernig eðlisfræðilögmálin virka. Á myndinni sýnir franski stjörnufræðingurinn Jean-Baptiste Le Bouquin hvernig bylgjur eða öldur geta runnið saman og/eða haft víxláhrif og myndað stærri bylgjur.
Samruni ljósbylgna er einmitt það sem liggur til grundvallar VLT víxlmælinum: Ljósið sem 8 metra breiðu sjónaukarnir fjórir safna eru látin renna saman með hjálp spegla og ljósganga. Þannig má auka greinigetu eða upplausn sjónaukanna til mikilla muna og, með nægum lýsingartíma, geta myndavélarnar og mælitækin leitt í ljós sambærileg smáatriði og sjónauki með 130 metra safnspegli væri fær um, miklu meira en nokkur sjónauki sem til er.
Verðlaunaljósmyndarinn Max Alexander tók myndina. Kíktu einnig á Tribute to ESO’s Unsung Heroes, myndskeið sem ESO birti í tilefni af 50 ára afmæli sínu árið 2012. Myndskeiðið er sett saman úr fjölda mynda, sem flestar voru teknar af Alexander þegar hann heimsótti starfsstöðvar ESO fyrir verkefni sem helgað var afmæli ESO.
Mynd/Myndskeið:ESO/M. Alexander
Um myndina
Auðkenni: | potw1404a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Jan 27, 2014, 10:00 CET |
Stærð: | 5120 x 3407 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Paranal Residencia |
Tegund: | Unspecified : People : Scientist |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd