Næturhiminninn rammaður inn
Stjörnustöðvar ESO eru á besta stað og þar geta stjörnuljósmyndarar náð stórfenglegum myndum af alheiminum. Staðirnir eru reyndar líka kjörnir til að ná glæsilegum myndum af plánetunni okkar. Hér sést hvernig einn af ljósmyndurum ESO, Gabriel Brammer, notaði fiskiaugalinsu til að framkalla þessi skemmtilegu áhrif. Heiðskíri himinninn yfir Paranal lítur út eins og glerkúla, full af stjörnum, með Very Large Telescope (VLT) í forgrunni.
Neðarlega til vinstri sjást VLT sjónaukarnir fjórir, hver um 25 metrar á hæð, að fylgjast með næturhimninum og beinir einn þeirra leysigeisla upp í næturhiminninn. Á víð og dreif ofarlega til vinstri á myndinni eru hvolfin sem hýsa hjálparsjónauka VLT undir bjartri vetrarbrautarslæðunni. Þokublettirnir tveir rétt fyrir ofan leysigeislann eru Stóra og Litla Magellansskýið, nágrannavetrarbrautir okkar.
Myndin er samsett úr nokkrum víðmyndum.
Mynd/Myndskeið:ESO/G. Brammer
Um myndina
Auðkenni: | potw1412a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Mar 24, 2014, 10:00 CET |
Stærð: | 9733 x 9733 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Cerro Paranal, Laser Guide Star, Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd