Risatrukkur ALMA

Margar hendur vinna létt verk, eins og sagt er, þótt hugsanlega eigi „mörg hjól vinna létt verk“ hér betur við. Hér sést Ottó, annar tveggja flutningabíla ALMA, en hinn heitir Lore. Ottó og Lore sjá um að flytja ALMA loftnetin upp á Chajnantor hásléttuna í um 5000 metra hæð yfir sjávarmáli í norðurhluta Chile. Eftir að hafa komið loftnetunum fyrir þar, sjá bílarnir um að raða þeim upp samkvæmt óskum og þörfum vísindamanna. Í þessu myndskeiði sést Ottó að störfum.

Þessir öflugu risabílar voru sérsmíðaðir fyrir ESO af þýska fyrirtækinu Scheuerle Fahrzeugfabrik, fyrirtæki sem býr að glæstri sögu í smíði stórra farartækja eins og Antares eldflauga og olíuborpalls sem vegur 15000 tonn!

Flutningabílarnir eru nákvæmlega eins, fyrir utan litinn handriðum ökutækjanna. Otto hefur rauð handrið, eins og sjá má á myndinni, en Lore græn. Hvor trukkur er knúinn tveimur díselvélum sem hvor um sig er 700 hestöfl, svo heildarafl beggja trukka er 1400 hestöfl. Hægt er að fjarstýra báðum trukkunum sem gerir bílstjóranum kleift að hafa óheft útsýni þegar loftnetunum er komið fyrir með millímetra nákvæmni.

ALMA flutningabílarnir eru ómissandi hluti af ALMA stjörnustöðinni og því sem næst hluti af sjónaukanum sjálfum. Án trukkanna hefði uppsetning, rekstur og viðhald sjónaukaraðarinnar verið ómöguleg.

José Velásquez tók myndina.

Mynd/Myndskeið:

José Velásquez/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1416a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 21, 2014, 10:00 CEST
Stærð:6028 x 4024 px

Um fyrirbærið

Nafn:ALMA transporters
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
10,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
476,7 KB
1280x1024
753,7 KB
1600x1200
1,0 MB
1920x1200
1,2 MB
2048x1536
1,6 MB