Lamadýr við La Silla

Hér sést sviðnaður hnullungur við La Silla stjörnustöð ESO í Chile, í útjaðri eyðimerkurinnar í um 2 400 metra hæð yfir sjávarmáli.

Á hnullungnum eru nokkrar áletranir — bergrúnir — sem sýna menn og lamadýr. Lamadýr hafa skipað stóran sess í menningu Suður Ameríkumanna, þar sem þau voru bæði uppspretta matar og ullar en líka notuð til að flytja vörur milli staða. Mikilvægi lamadýra endurspeglaðist í trúarbrögðum fólksins sem bjó á svæðinu fyrir tíma Evrópumanna — Inkar tilbáðu marglitt guðlegt lamadýr sem þeir kölluðu Urcuchillay og var sagt vaka yfir dýrunum. Stjörnufræðingar Inka gáfu einnig stjörnumerkinu sem við köllum Hörpuna nafnið Urcuchillay.

Lamadýrið er heiðrað enn og aftur stjörnumerkjum Inka. Þeirra stjörnumerki voru mynduð úr dökku blettunum í bjartri vetrarbrautaslæðunni í stað áberandi stjarna eins og í vestrænni hefð. Eitt þessara dimmu stjörnumerkja var kallað Yacana (Lamadýrið), sem nær frá miðju vetrarbrautarinnar í átt að Suðurkrossinum, en nágrannastjarna okkar, Alfa Centauri, myndar auga þess.

Stjörnufræðingurinn Håkon Dahle tók þessa mynd. Hann sendi hana inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/H. Dahle

Um myndina

Auðkenni:potw1417a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 28, 2014, 10:00 CEST
Stærð:2832 x 4256 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
3,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
508,6 KB
1280x1024
795,5 KB
1600x1200
1,1 MB
1920x1200
1,2 MB
2048x1536
1,6 MB

 

Sjá einnig