Reikistjörnur raðast upp yfir La Silla

Þegar sólin sest yfir La Silla, eina af stjörnustöðvum ESO í Chile, verður til áberandi appelsínugulur bjarmi við sjóndeildarhringinn.

Á myndinni, sem David Jones tók í júní 2013, sést uppröðun þriggja reikistjarna yfir sjónaukum ESO. Þríeykið samanstendur af Júpíter (neðst til vinstri, næstum ósýnilegur í sólsetrinu), Venusi (miðju) og Merkúríusi (efst til hægri) — sjá einnig merkta mynd.

Uppröðun sem þessi verður á nokkurra ára fresti og er því töluvert sjónarspil fyrir ljósmyndara og stjörnuáhugafók. Þegar þrjú eða fleiri stjarnfræðileg fyrirbæri raðast saman á þennan hátt er það kallað „okstaða“ eða raðstaða. Á annarri okstöðumynd sést svo til sama uppröðun (líka í maí 2013).

„Myndin var tekin þegar ég var við mælingar með 3,6 metra New Technology Telescope á La Silla í fimm nætur, svo ég var mjög heppinn að fá mælingatíma á réttu augnabliki til að ná þessari mynd,“ sagði ljósmyndarinn Dave Jones. „Uppröðunin stóð aðeins yfir í viku eða svo en næst verður eitthvað þessu líkt árið 2026, svo ég var mjög heppinn að ná myndinni!“

Hér í útjaðri Atacameyðimerkurinn í Chile, einum þurrasta stað veraldar, eru aðstæður í lofthjúpnum framúrskarandi. Myndin sett saman úr tveimur myndum sem teknar voru á mislöngum tíma. Þannig var hægt að ná smáatriðunum þegar sólin var að setjast, án þess að myndin væri undir- eða yfirlýst.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Dave Jones Photography

Um myndina

Auðkenni:potw1418a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 5, 2014, 10:00 CEST
Stærð:4928 x 3264 px

Um fyrirbærið

Nafn:Jupiter, La Silla, Mercury, Venus
Tegund:Solar System : Planet
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
8,1 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
290,9 KB
1280x1024
507,3 KB
1600x1200
768,2 KB
1920x1200
924,1 KB
2048x1536
1,3 MB