Stjörnurákir yfir kaktusum í Atacamaeyðimörkinni
Á þessari glæsilegu mynd sjást stjörnurákir í kringum suðurpól himins yfir kaktusum í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Rákirnar eru sýndarslóðir stjarnanna á himninum sem rekja má til snúnings jarðar og koma fram á myndum sem teknar eru á löngum tíma.
Önnur mynd, tekin á enn lengri tíma, hefur verið lögð ofan á rákirnar. Á henni sjást mun fleiri daufari stjörnur ásamt vetrarbrautarslæðinni vinstra megin með sínum dökku ryksvæðum og bleikum bjarma Kjalarþokunnar. Hægra meginn sjást líka Magellansskýin tvö, Stóra (ofarlega fyrir miðju) og Litla (neðarlega til hægri).
Mynd/Myndskeið:ESO/B. Tafreshi (twanight.org)
Um myndina
Auðkenni: | potw1419a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Maí 12, 2014, 10:00 CEST |
Stærð: | 6144 x 4096 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Atacama Desert, Star Trails |
Tegund: | Milky Way : Sky Phenomenon : Night Sky : Trail |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd