Stjörnustraumur yfir Paranal
Himinninn yfir Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile hefur upp á margt að bjóða fyrir ljósmyndara ESO sem eru sífellt að prófa nýja hluti til að ná enn betri myndum af þurra landslaginu og stjörnustöðvunum.
Hér hefur Gianluca Lombardi staflað saman nokkrum myndum, sem teknar voru á tíma, í eina glæsilega mynd. Á henni sjást Very Large Telescope (VLT) og hjálparsjónaukar hans, móðukenndir vegna þess að þeir snúast undir straumi stjarna. Stjörnurnar hafa skilið eftir sig rákir vegna sýndarhreyfingar þeirra yfir himinninn sem komin er til af snúningi Jarðar á meðan myndin var tekin.
VLT er flaggskip ESO. Hann er bæði afkastamesti heims og öflugasti sjónauki veraldar fyrir sýnilegt ljós.
Mynd/Myndskeið:ESO/G. Lombardi
Um myndina
Auðkenni: | potw1421a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Maí 26, 2014, 10:00 CEST |
Stærð: | 5184 x 3456 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Star Trails, Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Trail |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd