Sólarupprás yfir VLT

Hér sést sólarupprás yfir Very Large Telescope (VLT) í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Hægra megin á myndinni sést einn af VLT sjónaukunum, lýstur upp af tunglskininu. Fjær sjást tveir hjálparsjónaukar sem stara upp í himinninn.

VLT samanstendur af fjórum 8,2 metra breiðum sjónaukum og fjórum 1,8 metra hjálparsjónaukum. Saman geta sjónaukarnir myndað stóran víxlmæli: Very Large Telescope Interferometer (VLTI). VLTI blandar saman ljósinu sem hver sjónauki safnar með hjálp flókins speglakerfis neðanjarðar, sem gerir stjörnufræðingum kleift að sjá allt að 16 sinnum fínni smáatriði en sjónaukarnir stakir.

Myndina tók Nicolas Blind, stjörnufræðingar sem heimsótti Paranal stjörnustöðina í fáeina daga í desember 2012. Þótt Blind hafi aðeins dvalið á staðnum í stuttan tíma var heimsóknin eftirminnileg. „Þögnin á staðnum er svo friðsæl og afslappandi,“ sagði hann. „Maður heyrir aðeins gnauð í vindinum eða jafnvel leiðurblöku á þessu afskekkta svæði. Tæri himinninn á Paranal minnir mig alltaf á hve lítil við erum og hvers vegna ég lagði fyrir mig stjörnufræði.“

Í Paranal stjörnustöðinni eru 330 heiðskírar nætur á ári. Þökk sé tæknimönnum, öðru fagfólki og aðstæðunum er VLT afkastamesta jarðbundna stjörnustöð heims.

Nicolas Blind sendi þessa mynd inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/Nicolas Blind

Um myndina

Auðkenni:potw1423a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 9, 2014, 09:07 CEST
Stærð:3102 x 4684 px

Um fyrirbærið

Nafn:Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
3,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
294,4 KB
1280x1024
454,4 KB
1600x1200
631,3 KB
1920x1200
733,2 KB
2048x1536
960,5 KB

 

Sjá einnig