Vegurinn til framtíðar

Á þessari mynd sést hvar unnið er við lagningu vegsins, pallsins og þjónustuskurðar á Cerro Armazones, þar sem European Extremely Large Telescope (E-ELT) mun rísa. Niðri hægra megin sjást vinnubúðirnar og hvernig vegurinn bugðast í kringum fjallið.

Chileska fyrirtækið ICAFAL Ingeniería y Construncción S.A. hófst handa við vegalagninguna upp á fjallstindinn fyrir E-ELT í mars 2014 en sú vinna stendur yfir í um 16 mánuði. Vegurinn gerir mönnum kleift að reisa þennan risasjónauka í framtíðinni en hann verður 11 metra breiður og með 7 metra breiðri malbikaðri heimkeyrslu.

Sebastián Rivera Aguila, starfsmaður fyrirtækisins, tók þessa mynd fimmtudaginn 12. júní 2014 úr flugvél á leið yfir fjallið. „Það er virkilega krefjandi að vinna í eyðimörkinni, en ég er virkilega stoltur og glaður að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. ICAFAL og ESO fá mínar bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að vera hluti af þessu sögulega verkefni,“ sagði hann.

Fimmtudaginn 19. júní mun ICAFAL sprengja toppinn af Cerro Armazones og losa um leið 5000 tonn af bergi. Sprengingin er liður í því að undirbúa jarðveginn á fjallinu svo hæt sé að koma hinum 39 metra sjónauka og öðrum tengdum byggingum stjörnustöðvarinnar fyrir. Sama dag, um 20 km í burtu í Paranal stjörnustöðinni, fer fram athöfn í tilefni sprengingarinnar til að fagna upphafi E-ELT verkefnisins. Atburðurinn verður sýndur í beinni vefútsendingu á Livestream frá klukkan 16:30 til 18:30 að íslenskum tíma (með fyrirvara um breytingar). Þátttakendur geta einnig fylgst með á Twitter hjá @ESO með auðkenninu #EELTblast og sent þar inn spurningar á ensku sem við munum reyna að svara eftir bestu getu.

Mynd/Myndskeið:

ESO/Sebastián R. Aguila

Um myndina

Auðkenni:potw1424a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 16, 2014, 10:00 CEST
Stærð:3264 x 1836 px

Um fyrirbærið

Nafn:Cerro Armazones, Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
2,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
252,6 KB
1280x1024
413,8 KB
1600x1200
621,0 KB
1920x1200
741,7 KB
2048x1536
1,1 MB