Gervistjarna VLT

Gianluca Lombardi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa nýju, litríku og fallegu mynd af bláhvítri vetrarbrautarslæðunni undir bleikleitri þokumóðu fyrir aftan byggingarnar sem hýsa sjónauka Very Large Telescope (VLT) í Paranal stjörnustöð ESO í Chile.<(p>

Gul lína skerst í gegnum litadýrðina. Þessi áberandi rák er leysigeislastjarna VLT, sem er hluti af aðlögunarsjóntækjakerfi sjónaukans sem vinnur upp á móti þeim áhrifum sem lofthjúpurinn hefur á mælingarnar. Ljós frá fjarlægum stjörnum er á reiðiskjálfi þegar það ferðast í gegnum lofthjúpinn vegna ókyrrðar. Þegar hægt er leita stjörnufræðingar að bjartri stjörnu til að stilla mælingar sínar, en þegar engin björt stjarna er í nágrenni þess sem verið er að rannsaka, þurfa þeir að reiða sig á gervistjörnu — sem búin er til með því að beina björtum leysigeisla upp í næturhiminnin, eins og myndin sýnir.

Mynd/Myndskeið:

ESO/G. Lombardi (glphoto.it)

Um myndina

Auðkenni:potw1425a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 23, 2014, 10:00 CEST
Stærð:5760 x 3840 px

Um fyrirbærið

Nafn:Laser Guide Star, Paranal, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
6,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
339,5 KB
1280x1024
541,8 KB
1600x1200
767,5 KB
1920x1200
905,2 KB
2048x1536
1,2 MB