Loftmynd af ESO

Á þessari loftmynd sjást höfuðstöðvar Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO) í Garching bei München í Þýskalandi. Þótt ESO starfræki sjónauka víða í Chile á suðurhveli jarðar, hýsir Garching skrifstofu-, vísinda- og tæknibyggingar ESO, þar sem þróunarvinna fer fram svo stjörnstöðvarnar njóti háþróuðustu tækni sem völ er á.

Sveigðu byggingarnar tvær á miðri mynd eru aðalbyggingar höfuðstöðva ESO. Efri byggingin hægra megin var um árabil aðalbygging ESO, en nýlega var hún tengd saman við viðbygginguna með rauða þakinu sem tekin var í notkun í desember 2013. Svarta kringlótta byggingin er tæknibyggingin, þar sem þróun á nýjum mælitækjum fer fram. Báðar aðalbyggingarnar eru tengdar saman með svörtu þríarma byggingunni á miðri mynd.

Nýja viðbyggingin, hönnuð af arkitektunum Auer+Weber, hýsir nú vaxandi fjölda starfsfólks ESO og hönnunar- og þróunarstarfið fyrir European Extremely Large Telescope (E-ELT), stærsta auga jarðar. Áður en byggingin var tekin í notkun dreifðist starfsfólkið víða um vísindagarða Garching í svipuðum húsum og hvítu byggingarnar vinstra megin á myndinni.

Myndina tók ljósmyndarinn Ernst Graf (graf-flugplatz.de) hinn 9. júní 2014.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

E. Graf (graf-flugplatz.de)/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1427a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Júl 7, 2014, 10:00 CEST
Stærð:4608 x 3456 px

Um fyrirbærið

Nafn:ESO Headquarters, ESO HQ Garching
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
5,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
496,7 KB
1280x1024
769,7 KB
1600x1200
1,1 MB
1920x1200
1,2 MB
2048x1536
1,6 MB