Framandi Atacama

Skammt frá ALMA stjörnustöð ESO feykir rúta upp ryki þegar hún ekur yfir eyðimörkina í Chile. Í rútunni eru starfsmenn á leið í níu daga vakt í stjórnstöð ALMA. Í bakgrunni sjáum við tvö eldfjöll með snæviþakta tinda sem stinga sér upp í gegnum skýin.

Eldfjöllin tvö eru á landamærum Bólivíu og Chile. Þrátt fyrir að örstutt sé á milli þeirra urðu fjöllin tvö til á mjög mismunandi tímum — Licancabur, eldfjallið vinstra megin, er mun yngra en minni nágranni þess Juriques.

Licancabur er þekkt fyrir keilulögun sína og fyrir að geyma hæsta stöðuvatn í heimi. Stöðuvatnið er í 5916 metra hæð yfir sjávarmáli í toppgíg Licancabur en í því finnst fjölbreytt flóra og fána sem menn hafa rannsakað til að sjá hvernig lífi reiðir af í svo harðneskjulegu umhverfi. Sagt er að Licancabur svæðið sé ein besta hliðstæða Mars á Jörðinni og með því að rannsaka lífið sem þar þrífst, gætum við áttað okkur betur á því hvernig líf gæti þrifist á öðrum reikistjörnum.

Armin Silber, starfsmaður ESO, tók myndina.

Mynd/Myndskeið:

ESO/A. Silber

Um myndina

Auðkenni:potw1430a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Júl 28, 2014, 10:00 CEST
Stærð:4288 x 2848 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Desert
Tegund:Unspecified

Myndasnið

Stór JPEG
3,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
206,3 KB
1280x1024
353,7 KB
1600x1200
537,3 KB
1920x1200
648,8 KB
2048x1536
952,5 KB

 

Sjá einnig