Starað út í geiminn

Í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli, hátt á Chajnantor hásléttunni í Chile, stara loftnet ALMA stjörnustöðvarinnar út í alheiminn í leit að vísbendingum um uppruna okkar í alheiminum. Sléttan er einn hæsti stjörnuskoðunarstaður á Jörðinni.

Innan um stjörnuskarann á myndinni sjást Litla og Stóra Magellansskýið hægra megin sem bjartir ljósblettir á himninum. Bæði skýin eru vetrarbrautir — tveir af næstu nágrönnum okkar Vetrarbrautar.

Meginmarkmið ALMA er að rannsaka köldustu og elstu fyrirbærin í alheiminum — hinn kalda alheim sem svo er kallaður. Sjónaukaröðin mælir geislun með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir, milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna á rafsegulrófinu. Röðin samanstendur af 66 loftnetum sem hægt er að færa til til þess að mæta þörfum og kröfum vísindamanna og er því stærsta stjarnvísindaverkefni heims.

Þessa glæsilegu mynd af landslaginu í kringum ALMA tók Stéphane Guisard, einn af ljósmyndurum ESO, en hann vinnur sem sjóntækjafræðingur við Very Large Telescope Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli í Atacamaeyðimörkinni í Chile.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Um myndina

Auðkenni:potw1431a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Ágú 4, 2014, 10:00 CEST
Stærð:8240 x 2418 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
6,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
342,4 KB
1280x1024
561,6 KB
1600x1200
809,2 KB
1920x1200
967,2 KB
2048x1536
1,2 MB