Stjörnuregn í eyðimörkinni

Í Atacamaeyðimörkinni í Chile rignir sárasjaldan. Það er aðeins á nokkurra ára fresti sem rignir eða snjóar svo einhverju nemi í La Silla stjörnustöð ESO og þá sem fylgifiskur óvenju hlýs veðurfars á borð við El Niño. Eyðimörkin er einn þurrasti staður Jarðar og því framúrskarandi góður til að rannsaka næturhiminninn.

Þótt úrkoma sé sjaldgæf á þessum slóðum geta sumar ljósmyndið látið stjörnurnar líta út eins og regndropa sem falla á fjöllin, eins og hér sést á mynd sem Diana Jucher, doktorsnemi við Niels Bohr stofnunina í Danmörku, tók hinn 21. maí 2013.

Í maí 2013 dvaldi Diana í tvær vikur í La Silla við rannsóknir á fjarreikistjörnum í átt að miðju Vetrarbrautarinnar. Á meðan dvöl hennar stóð tók hún nokkrar myndir af stjörnuslóðum frá danska 1,54 metra sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO. Ljósmyndir af stjörnuslóðum eins og þessi eru teknar með því að hafa ljósop myndavélarinnar opið í langan tíma til þess að fanga sýndarhreyfingu stjarnanna þegar Jörðin snýst.

Snjór þekur fjarlæga fjallstinda og ský sjást fyrir neðan La Silla við sjóndeildarhringinn vinstra megin. Dökk- og rauðleita svæðið hægra megin er opin koparnáma. Kopar er ein helsta auðlind Chile — landið er langstærsti koparframleiðandi heims.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Diana Juncher/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1434a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Ágú 25, 2014, 10:00 CEST
Stærð:5472 x 3648 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Desert
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Trail

Myndasnið

Stór JPEG
6,1 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
422,9 KB
1280x1024
683,5 KB
1600x1200
955,5 KB
1920x1200
1,1 MB
2048x1536
1,4 MB