Morgunbirta yfir La Silla

Hér sést La Silla stjörnustöð ESO undir vetrarbrautarslæðunni. La Silla var fyrsta stjörnustöð ESO í Chile, stofnuð upp úr 1960.

Vinstra megin á hæðinni fyrir ofan miðja mynd sést ferningslaga byggingin sem hýsir New Technology Telescope (NTT) en hægra megin er hvolfið yfir 3,6 metra sjónauka ESO. Hinn 3,58 metra NTT sjónauki var tekinn í notkun árið 1989 og var sá fyrsti í heiminum sem var útbúinn tölvustýrðum safnspegil. Safnspegillinn er sveigjanlegur og lögun hans er breytt á meðan athuganir standa yfir til að tryggja bestu mögulegu myndgæði. Þessi tækni, kölluð virk sjóntæki, er nú notuð í öllum stærstu sjónaukum heims — þar á meðal Very Large Telescope í Cerro Paranal og í framtíðinni í European Extremely Large Telescope.

Á La Silla eru nokkrir aðrir sjónaukar, þar á meaðl Swedich-ESO Submillimeter Telescope (SEST) og fjarstýrði sjónaukinn TAROT sem notaður er ti lað fylgjast með skyndilegum atburðum eins og gammablossum.

José Joaquín Pérez, einn af ljósmyndurum ESO, tók myndina. Þegar José er ekki að taka glæsilegar myndir af næturhimninum vinnur hann sem landbúnaðarverkfræðingur og ver tíma sínum í uppskeruvarðveislu um miðbik Chile.

Mynd/Myndskeið:

ESO/J. Pérez

Um myndina

Auðkenni:potw1437a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Sep 15, 2014, 10:00 CEST
Stærð:5202 x 3465 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla, Milky Way
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way

Myndasnið

Stór JPEG
6,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
389,8 KB
1280x1024
663,1 KB
1600x1200
963,0 KB
1920x1200
1,1 MB
2048x1536
1,5 MB