Opið hús 2014

Hér sést mynd sem tekin var á opnu húsi hjá ESO 2014. Á henni sjást börn og fullorðnir hlýða á ævintýri geimsteinsins Pedro. Þetta var einn af sextán viðburðum sem boðið var upp á í höfuðstöðvum ESO í Garching í Þýskalandi hinn 11. október 2014.

Þennan dag bauð ESO og aðrar vísinda- og tæknistofnanir í Garching almenningi að kynnast starfi helstu stjarnvísindasamtaka heims.

Áður en húsið var opnað klukkan 11 um morguninn beið fólk utandyra spennt eftir því að skoða nýju höfuðstöðvarnar og taka þátt í þeirri dagskrá sem boðið var upp á. Í heild komu 3300 manns í heimsókn og fengu svör við spurningum sínum frá stjörnufræðingum, fylgdust með sýnitilraunum, fengu leiðsögn um höfuðstöðvarnar, hlýddu á fyrirlestra um rannsóknir stjarnvísindamanna og tóku þátt í spjalli við stjörnufræðinga í Atacamaeyðimörkinni í Chile.

Á opna húsinu í ár voru framtíðarverkefni ESO einnig kynnt, þar á meðal ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre, fræðslumiðstöð sem byggð verður við hlið höfuðstöðvanna og tekin í notkun árið 2017.

Fleiri myndir frá opna húsinu eru á Facebook síðunni okkar. Ef þú tókst þátt í opna húsinu 2014 og smelltir af myndum viljum við bjóða þér að deila þeim með okkur í Your ESO Pictures Flickr hópnum.

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1442a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Okt 20, 2014, 10:00 CEST
Tengdar tilkynningar:ann15046
Stærð:5184 x 3456 px

Um fyrirbærið

Nafn:Open House Day
Tegund:Unspecified : People

Myndasnið

Stór JPEG
5,2 MB

Bakgrunnsmynd

1024x768
401,2 KB
1280x1024
608,0 KB
1600x1200
826,6 KB
1920x1200
974,6 KB
2048x1536
1,2 MB