Kvikar um miðsumarsnótt — Sjaldséð fyrirbæri fönguð á ljósmynd frá La Silla

Á þessari einstöku og glæsilegu mynd af La Silla stjörnustöð ESO sést heiðskír himinn prýddur rauðum og grænum bjarma og fjölmörgum stjarnfræðilegum fyrirbærum. Má þar nefna Litla og Stóra Magellansskýið hægra megin við miðja mynd, rósrautt skin ýmissa stjörnumyndunarsvæða og daufa grænleita ljósrák frá loftsteini vinstra megin við Vetrarbrautina okkar. Þessi fallegu fyrirbæri falla þó í skuggann af öðru mun dularfyllra fyrirbæri innan lofthjúps Jarðar.

Myndirnar sex undir aðalmyndinni eru stækkanir af mjög sjaldséðu fyrirbæri í lofthjúpnum sem kallast kvikar (e. sprites). Nokkrum klukkustundum fyrir sólarupprást — sem sverðbjarminn sem rís undir Vetrarbrautinni er til vitnis um — birtist öflugt skrugguveður við sjóndeildarhringinn og efri hluti lofthjúps Jarðar varð að leikvelli fyrir þessi hverfulu fyrirbæri.

Kvikar draga nafn sitt af hrekkjóttu álfunum Bokka úr Draumi á Jónsmessunótt og Aríel úr Ofviðrinu. Kvikar myndast við óreiðu í jónahvolfinu, hátt yfir fárviðrisskýjunum, í um 80 km hæð. Venjulega birtast þeir sem hópar rauð-appelsínugulra ljósblossa sem verða til fyrir tilverknað eldinga með jákvæða hleðslu sem ná frá skýjunum og niður til jarðar en þær eru sjaldgæfari en neikvætt hlöðnu hliðstæður þeirra, þar sem eldingarnar má rekja til efri hluta skýjanna, lengra fyrir yfirborðinu. Stuttar hviður verða og teygja kvikarnir sig hratt niður á við og mynda danglandi rauða þræði sem hverfa skjótt.

Kvikarnir sem hér sjást sáust yfir 40 mínútna tímabil og voru líklega í um 500 km fjarlægð (sjá gervitunglamynd sem sýnir storminn yfir Argentínu) og spannaði hver og einn um 80 km hæð og stóð yfir í sekúndubrot. Mjög erfitt er að fanga þá á mynd með öðru en sérhæfðum myndavélum en þessir kvikar verðlaunuðu Petr Horálek, eins af ljósmyndurum ESO, þolinmæðina með þessum glæsilegu myndum.

Petr náði annarri fallegri mynd af kvikum yfir La Silla og nokkrum dögum síðar tók hann þessa glæsilegu mynd frá VLT á Paranal (sem rekja mátti til þessa storms).

Tenglar:

Mynd/Myndskeið:

P. Horálek/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1505a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Feb 2, 2015, 10:00 CET
Stærð:9000 x 4847 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla, Milky Way
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
16,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
308,5 KB
1280x1024
522,9 KB
1600x1200
760,0 KB
1920x1200
905,3 KB
2048x1536
1,2 MB