Útsýni stjörnufræðingsins

Þegar stigið er út úr stjórnherbergi Very Large Telescope (VLT) að nóttu til blasir stórkostleg útsýni við. Þúsundir stjarna þekja himinninn og Vetrarbrautin teygir sig sjóndeildarhringa á milli.

Á myndinni sjást dökkar rykslæður Vetrarbrautarinnar, þykk ský úr ryki og gasi sem byrgja sýn á stjörnur í bakgrunni. Litadýrð stjarnanna er til marks um mismunandi aldur þeirra og hitastig — ungu og heitu stjörnurnar eru bláhvítar á meðan eldri og kaldari stjörnur eru appelsínugular eða rauðleitar.

Útsýni eins og þetta á tunglskinslausri nóttu þýðir að stjörnufræðinga bíða fyrsta flokks mælingar. Til að halda himninum eins dimmum og unnt er eru öll ljós í stjórnherberginu slökkt og gluggatjöld dregin fyrir gluggana. Þegar stjörnufræðingarnir fá sér ferskt loft nota þeir eingöngu vasaljós með daufri rauðri birtu til að varðveita myrkuraðlögun augnanna — mjög mikilvægt ef ætlunin er að góna á undrin fyrir ofan.

Skrifstofan á myndinni er reyndar við hliðina á stjórnherbergi VLT en byggingin fyrir utan gluggann er hluti af stjórnstöðinni sem staðsett er rétt fyrir neðan sjónaukana á Paranalfjalli.

Yuri Beletsky, einn af ljósmyndurum ESO og meðlimur í Ultra High Definition Expedition leiðangrinum, tók myndina.

Mynd/Myndskeið:

ESO/Y. Beletsky (LCO)

Um myndina

Auðkenni:potw1506a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Feb 9, 2015, 10:00 CET
Stærð:5131 x 3421 px

Um fyrirbærið

Nafn:Paranal, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
4,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
206,6 KB
1280x1024
338,5 KB
1600x1200
498,2 KB
1920x1200
608,1 KB
2048x1536
842,5 KB

 

Sjá einnig