Rómantískt sólsetur yfir VLT

Á þessari rómantísku mynd er sólin að setjast undir litríkri miðju Vetrarbrautarinnar og sverðbjarmanum yfir Very Large Telescope (VLT) á Cerro Paranal.

Bleiku svæðin á víð og dreif um vetrarbrautina eru fæðingarstaðir stjarna. Skífan er að meðaltali um 1000 ljósár að þykkt og um 100.000 ljósár á breidd. Sólin okkar er aðeins ein af meira en 400 milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni.

Á myndinni sést einn af aðalsjónaukum VLT (einnig þekktur sem Antu) og þrír af fjórum hjálparsjónaukum sem saman mynda Very Large Telescope Interferometer (VLTI).

Vinstra megin við aðalsjónaukann er mjög dauft stjörnuhrap og fyrir ofan hjálparsjónaukana sker rauði reginrisinn Antares sig úr. Antares er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Sporðdrekanum.

Myndina tók Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO.

Tenglar

  Mynd/Myndskeið:

  ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

  Um myndina

  Auðkenni:potw1516a
  Tungumál:is
  Tegund:Ljósmynd
  Útgáfudagur:Apr 20, 2015, 10:00 CEST
  Stærð:4054 x 5741 px

  Um fyrirbærið

  Nafn:Cerro Paranal, Paranal, Very Large Telescope
  Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

  Myndasnið

  Stór JPEG
  5,0 MB

  Þysjanleg


  Bakgrunnsmynd

  1024x768
  361,0 KB
  1280x1024
  566,1 KB
  1600x1200
  775,3 KB
  1920x1200
  875,8 KB
  2048x1536
  1,1 MB