Blanda lita og undra
Paranal stjörnustöð ESO er einn besti staður á Jörðinni til að njóta næturhiminsins.
Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók víðmyndina sem hér sést frá Very Large Telescope ESO (VLT) á tindi Cerro Paranal í Chile.
Á myndinni er sannkölluð litadýrð frá rauðu sólsetrinu upp í rykuga slæðu Vetrarbrautarinnar.
Þrátt fyrir að VLT sé á einum besta stað heims til stjarnvísindarannsókna verður sjónaukinn að yfirvinna bjögun af völdum lofthjúpsins. Það er gert með tækni sem kallast aðlögunarsjóntækni. Stjörnufræðingar geta útbúið gervistjörnu með öflugum leisigeisla — sem her sést stíga upp frá sjónaukanum hægra megin — sem leiðréttir bjögun lofthjúpsins.
VLT er flaggskip evrópskra stjarnvísinda og hefur hrundið af stað gullöld í stjarnvísindarannsóknum með fyrsta flokks tæknibúnaði.
Mynd/Myndskeið:ESO/B. Tafreshi (twanight.org)
Um myndina
Auðkenni: | potw1524a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Jún 15, 2015, 10:00 CEST |
Stærð: | 7000 x 3326 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory : Telescope Solar System : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd