SPHERE finnur þyrillaga rykskífu í kringum nálæga stjörnu
SPHERE reikistjörnuleitartæki ESO á Very Large Telescope í Chile hefur komið auga á óvenjulega skífu í kringum nálæga stjörnu sem kallast HD 100453.
HD 100453 er í ríflega 350 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Mannfáknum. Hún er umvafin gas- og rykskífu sem er rauð og hvít á þessari mynd. Sjá má tvo sérkennilega þyrilarma liggja út frá skífunni, hugsanlega vegna áhrifa óséðra reikistjarna í kringum stjörnuna. Þessi þyrillaga skífa er einstaklega samhverf og ein smæsta þyrilskífa sem sést hefur í kringum aðra stjörnu. Er það til vitnis um framúrskarandi greinigæði SPHERE mælitækisins.
SPHERE er öflugt tæki til fjarreikistjörnuleitar. Tækið gerir okkur kleift að taka myndir af fjarlægum hnöttum og rykskífunum sem þær myndast úr, í kringum stjörnur í Vetrarbrautinni. Þetta gerir tækið með því að skyggja á ljós móðurstjörnunnar á miðri myndinni (á bak við svarta hringinn sem felur stjörnuna og næsta nágrenni hennar). Rannsóknir á nágrenni ungra stjarna eins og HD 100453 getur veitt okkur mikilvægar upplýsingar um myndun stjarna og reikistjarna í Vetrarbrautinni okkar.
Mynd/Myndskeið:K. Wagner, D. Apai (U Arizona), M. Kasper (ESO), M. Robberto (STSci)
Um myndina
Auðkenni: | potw1542a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Háskóli |
Útgáfudagur: | Okt 19, 2015, 10:00 CEST |
Stærð: | 1000 x 1108 px |
Um fyrirbærið
Litir og síur
Tíðnisvið | Bylgjulengd | Sjónauki |
---|---|---|
Innrautt Y | 1.043 μm | Very Large Telescope SPHERE |
Innrautt J | 1.245 μm | Very Large Telescope SPHERE |
Innrautt H | 1.625 μm | Very Large Telescope SPHERE |