Reikistjörnuleitartækið SPHERE nær fyrstu myndinni af tvístirnakerfi með sólkerfisskífu

Mælingar reikistjörnuleitartækisins SPHERE, sem nýtir aðlögunarsjóntækjabúnað á þriðja sjónauka Very Large Telescope, hafa leitt í ljós gas- og rykskífu á rönd í kringum tvístirnakerfið HD 106906AB.

HD 106906AB er tvístirni í stjörnumerkinu Suðurkrossinum. Stjörnufræðinga hefur lengi grunað að þetta 13 milljón ára stjörnupar væri umlukið rykskífu, vegna þess hve kerfið er ungt og út frá ljósinu sem það gefur frá sér. Skifan hafði hins vegar aldrei sést — fyrr en nú! Rykskífan sést í neðra vinstra horninu þar sem hún umlykur báðar stjörnur. Búið er að skyggja á stjörnurnar sjálfar svo þær blindi mælitækið ekki.

Fjarreikistjarnan HD 106906 b, sem sést í hægra efra horninu, hringsólar um tvístirnið og rykskífuna í meiri fjarlægð frá móðurstjörnunum en nokkur önnur reikistjarna sem fundist hefur til þessa. Hún er 650 sinnum lengra frá móðurstjörnunum en sem nemur meðalfjarlægðinni milli Jarðar og sólar, eða nærri 97 milljarða kílómetra í burtu. HD 106906 b er risavaxin, allt að 11 sinnum massameiri en Júpíter og um 1500 stiga heit vegna þess hve stutt er lifið frá myndun hennar.

HD 106906AB er fyrsta tvístirnakerfið þar sem tekist hefur að ljósmynda bæði rykskífu og fjarreikistjörnu, þökk sé SPHERE. Stjörnufræðingar hafa þar með fengið einstakt tækifæri til að rannsaka þau flóknu ferli sem liggja að baki myndun reikistjarna í tvístirnakerfum.

Mynd/Myndskeið:

ESO, A. M. Lagrange (Université Grenoble Alpes)

Um myndina

Auðkenni:potw1543a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Okt 26, 2015, 10:00 CET
Stærð:1348 x 1182 px

Um fyrirbærið

Nafn:HD 106906AB, HD 106906 b
Tegund:Local Universe : Star : Grouping : Binary
Fjarlægð:300 ljósár
Constellation:Crux

Myndasnið

Stór JPEG
105,3 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
68,2 KB
1280x1024
96,2 KB
1600x1200
123,2 KB
1920x1200
140,9 KB
2048x1536
181,5 KB

Hnit

Position (RA):12 17 51.99
Position (Dec):-55° 58' 23.54"
Field of view:0.56 x 0.49 arcminutes
Stefna:Norður er -0.0° vinstri frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Innrautt
K1K2
2.25 μmVery Large Telescope
SPHERE