eso2109is — Fréttatilkynning
Ráðgátan um dofnun Betelgáss leyst
16. júní 2021: Mikla athygli vakti þegar bjarta, rauðgula reginrisastjarnan Betelgás, í vinstri öxl stjörnumerkisins Óríons, dofnaði umtalsvert síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Stjörnufræðingar hafa nú birt nýjar myndir af stjörnunni, sem teknar voru með Very Large Telescope (VLT) ESO í Chile, sem sýna glöggt hvernig birta stjörnunnar breyttist. Niðurstöðurnar varpa ljósi á hvernig rykský huldi stjörnuna að hluta til. Ráðgátan um dofnun Betelgáss er því leyst.