eso1401is — Fréttatilkynning
ALMA finnur rykverksmiðju í nálægri sprengistjörnuleif
6. janúar 2014: Í fyrsta sinn hafa nýjar mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sjónaukans leitt í ljós mikið af nýlega mynduðu ryki í leifum ungrar sprengistjörnu. Komist þetta ryk í gegnum umbreytingu og út í mðgeiminn, gæti það skýrt rykugt og dökkleitt útlit margra vetrarbrauta.