eso1542is — Fréttatilkynning
VISTA uppgötvar áður óþekkt svæði í Vetrarbrautinni okkar
28. október 2015: Stjörnufræðingar sem notuðu VISTA sjónaukann í Paranal stjörnustöð ESO hafa fundið áður óþekktan hluta af Vetrarbrautinni okkar. Með því að kortleggja hvar Sefíta, stjörnur sem breyta birtu sinni lotubundið, er að finna á bak við þykk rykský í miðbungu Vetrarbrautarinnar, kom óvænt í ljós skífa úr ungum stjörnum.