eso0935is — Fréttatilkynning

ALMA sjónaukinn nær nýjum hæðum

23. september 2009

ALMA stjörnustöðin (Atacama Large Millimeter/submillimeter Array) hefur stigið stórt skref fram á við — og upp á við. Í fyrsta sinn hefur eitt af loftnetum stjörnustöðvarinnar verið flutt upp í 5000 metra hæð á Chajnantor sléttuna í Andesfjöllum Chile með sérsmíðuðum risaflutningabíl. Loftnetið vegur um 100 tonn, er 12 metra breitt og var flutt á þann stað þar sem það mun skyggnast út í alheiminn í einstaklega þurru háfjallalofti sem er kjörið fyrir mælingar ALMA.

Þótt þær aðstæður sem ríkja í starfsstöð sjónaukans á Chajnantor séu kjörnar fyrir stjarnvísindarannsóknir eru þær líka afar erfiðar. Þar er helmingi minna súrefni en við sjávarmál svo erfitt er fyrir fólk að athafna sig. Þess vegna eru loftnetin sett saman og prófuð í stjórnstöð sjónaukans sem er í 2.900 metra hæð. Úr þessum tiltölulega lífvænlegu grunnbúðum hóf ALMA loftnetið ferðalag sitt hátt upp á Chajnantor.

„Þetta er stór stund í sögu ALMA. Við erum hæstánægð með hve fyrsti flutningur loftnets upp á starfsstöðina gekk vel fyrir sig. Þetta er afrek sem aðeins var mögulegt fyrir tilstilli framlags aðstandanenda ALMA um heim allan: Þetta tiltekna loftnet er japanskt, flutningabíllin evrópskur og rafkerfið í loftnetinu norður amerískt, evrópskt og asískt“ sagði Wolfang Wild, verkefnastjóri evrópska hluta ALMA.

Ferðin hófst þegar annar tveggja flutningabíla ALMA, sem kallast Ottó, lyfti loftnetinu upp á sig. Hann flutti svo farminn 28 km vegalengd frá þjónustumiðstöðinni að starfsstöðinni á Chajnantor sléttunni. Flutningabíllinn getur mest náð 12 km hraða á klukkustund með loftnet á bakinu en fyrsta ökuferðin var mun hægari svo tryggt væri að allt virkaði sem skildi. Þess vegna tók ferðalagið um sjö klukkustundir.

Loftnetin eru þau fullkomnustu sem smíðuð hafa verið fyrir mælingar á hálfsmillímetra geislun. Þau eru hönnuð til þess að starfa fullkomlega í þeim harðnsekjulegum aðstæðum sem ríkja á Chajnantor sléttunni. Loftnetin þurfa að standast sterka vinda og þola hitastig sem sveiflast milli +20 og -20 gráða á Celsíus en líka að vera hægt að beina það nákvæmlega að þau sæju golfkúlu í 15 km fjarlægð. Yfirborð þeirra þarf líka að haldast mjög slétt; engar skekkjur mega vera meiri en 25 míkrómetrar (innan við breidd mannshárs).

Þegar upp á sléttuna var komið kom flutningabíllinn loftnetinu fyrir á steinsteyptan pramma — tengistöð með rafmagns- og ljósleiðaratengjum — með nokkurra millímetra nákvæmni. Í flutningabílnum er leysigeislastýring sem beinir honum á réttan stað og árekstravari eins og margir bílar hafa í dag. Þetta tryggir öryggi loftnetanna þegar bíllinn ekur þeim yfir sléttuna sem brátt verður mjög þéttskipuð. Að lokum mun ALMA samanstanda af að minnsta kosti 66 loftnetum sem hægt er að dreifa á um 200 pramma yfir allt að 16 km vegalengd en mynda einn stóran sjónauka. Þegar ALMA verður að fullu starfhæf verða flutningabílarnir notaðir til að færa loftnetin milli prammanna svo endurraða megi loftnetunum þegar gera á mismunandi mælingar.

„Flutningur fyrsta loftnets okkar á Chajnantor sléttuna er frábært afrek og sýnir að spennandi tímar eru í vændum hjá ALMA. Dag eftir dag færa alþjóðlegir samstarfsaðilar okkar okkur nær metnaðarfyllsta stjörnusjónauka sem til er á jörðu niðri“ segir Thijs de Graauw, framkvæmdarstjóri ALMA.

Senn fær þetta fyrsta loftnet félagsskap þegar fleiri bætast við og hlakkar ALMA hópurinn til að hefja fyrstu mælingar af Chajnantor sléttunni. Gert er ráð fyrir að tengja saman þrjú loftnet snemma árs 2010 og að fyrstu mælingar fari fram síðla árs 2011.

ALMA mun hjálpa stjörnufræðingum að svara mikilvægum spurningum um uppruna okkar í alheiminum. Sjónaukinn mælir ljós með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengd sem er milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna í rafsegulrófinu. Ljós með þessar bylgjulengdir má rekja til margra af köldustu og fjarlægustu fyrirbæra alheims, til dæmis kaldra gas- og rykskýja þar sem nýjar stjörnur verða til og fjarlægra vetrarbrauta við endimörk hins sýnilega alheims. Segja má að alheimurinn sé svo til óplægður akur á hálfsmillímetra sviðinu því til þess að gera slíkar mælingar þarf að koma sjónaukum fyrir á mjög háum og þurrum stað, eins og Chajnantor, en líka framúrskarandi tækni.

Frekari upplýsingar

Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er alþjóðleg stjörnustöð og samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku, austur Asíu í samvinnu við lýðveldið Chile. ESO er evrópski hluthafinn í ALMA. ALMA er stærsta stjarnvísindaverkefni sem til er, byltingarkenndur sjónauki sem samanstendur af röð 66 stórra 12 metra og 7 metra breiðra loftneta sem mæla millímetra og hálfsmillímetra geislun. ALMA mun hefja mælingar árið 2011.

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: saevar@stjornuskodun.is

Wolfgang Wild
ESO
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6716
Tölvupóstur: wwild@eso.org

Douglas Pierce-Price
ESO
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6759
Tölvupóstur: dpiercep@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso0935.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso0935is
Legacy ID:PR 35/09
Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope
Facility:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array

Myndir

An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku

Myndskeið

The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
texti aðeins á ensku
The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
The first journey of an ALMA antenna to the plateau of Chajnantor
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna en route to the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
An ALMA antenna arrives on the plateau of Chajnantor for the first time
texti aðeins á ensku